Hugmyndir af afþreyingu á svæðinu

Æðarsteinsviti lighthouse

Æðarsteinsviti lighthouse

Æðarsteinsviti stendur á æðarsteinstanga. Hann dregur nafn sitt af fallegum kletti sem rís uppúr sjónum fyrir utan tangann og heitir Æðarsteinn. Vitinn er innan við Gleðivík og var byggður 1922. Þægileg ganga (1km) er að Æðarsteinsvita út frá Tankinum á Djúpavogi....

read more
Langabúð

Langabúð

Eitt af elstu húsum landsins er Langabúð á Djúpavogi (1790). Þar er kaffi- og veitingasala ásamt því að vera menningarhús staðarins. Einstakt safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara má finna í norðurenda hússins. Í Löngubúð er einnig ráðherrastofa Eysteins Jónssonar...

read more
Búlandstindur

Búlandstindur

Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í gamla Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur þykir almennt vera í hópi formfegurstu fjalla á Íslandi og sumir trúa því að Búlandstindur sé orkustöð. Í um 700 m hæð austur af Búlandstindi...

read more
Bóndavarðan

Bóndavarðan

Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allhár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga „út á land“ í átt að svörtu...

read more
Rúllandi snjóbolti

Rúllandi snjóbolti

Rúllandi snjóbolti er samtímalistasýning sem sett hefur verið upp á hverju ári síðan 2014 í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin er unnin í samvinnu við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina sem staðsett er í Xiamen í Kína. Sýningin sýnir verk eftir um 30 listamenn...

read more
Tankurinn

Tankurinn

Tankurinn er gamall lýsistankur sem staðið hefur ónýttur frá því Bræðslan á Djúpavogi hætti rekstri árið 2006. Hann stendur rétt innan við Bræðsluna í Gleðivík á Djúpavogi en síðustu ár hefur verið unnið að því að byggja þar upp allsherjar sýningarrými. Með...

read more
Teigarhorn

Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum....

read more
Svörtu sandarnir

Svörtu sandarnir

Við enda flugbrautarinnar á Djúpavogi eru svörtu sandarnir. Sandarnir eru falin náttúruperla þar sem fuglalífið ræður ríkjum. Svæðið býður upp a ýmsa möguleika á útivist með fjölskyldunni og sérstaklega fyrir fuglaáhugafólk. Þar er frábært að ganga, skokka, hugleiða...

read more
Eggin í Gleðivík

Eggin í Gleðivík

Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson, einn fremsta listamann íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins.Eggin standa á...

read more
Hálsaskógur

Hálsaskógur

Hálsaskógur er staðsettur í um tveggja km. fjarlægð frá Djúpavogi, beygt til hægri við afleggjarann út á Djúpavog. Í skóginum eru nokkrar þægilegar gönguleiðir sem hæfa flestum og þar er einnig tilvalinn staður til þess að setjast niður og borða nesti í notalegu...

read more
FRELSI og Hans Jónatan

FRELSI og Hans Jónatan

Hans Jónatan (1784–1827) var fæddur í ánauð á St. Croix í Jómfrúreyjum í Karíbahafi. Móðir hans, Emilía Regína, var ambátt ættuð frá Vestur-Afríku; faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda...

read more

Afþreying 

STUTTAR GÖNGUR FRÁ DJÚPAVOGI

STUTTAR GÖNGUR FRÁ DJÚPAVOGI

Æðarsteinsviti – fallegur viti sem stendur á Æðarsteinstanga stuttan spöl frá Eggjunum í Gleðivík. Tilvalið er að ganga upp frá Tankinum. Frá Æðarsteinsvita má ganga áfram að fiskihjöllum og álfakirkjunni Rakkabergi.Hvítisandur – liggur utarlega á Langatanga....

read more
Tóftir & hleðslur

Tóftir & hleðslur

Leggðu leið þína um ása og lægðir innanbæjar og taktu eftir þeim fjölda tófta og grjóthleðsla sem finna má innan þorpsins og vitna til um langa sögu þess.

read more
FUGLASKOÐUN

FUGLASKOÐUN

Búlandsnesið er einstaklega vel fallið til fuglaskoðunar og um það liggja ótal gönguleiðir í gegnum heimkynni fjölmargra fuglategunda. Djúpavogssvæðið hefur lengi verið talið eitt besta svæði á landinu til fuglaskoðunar en þar hefur verið komið fyrir...

read more
Heimsækið söfnin okkar og vinnustofur

Heimsækið söfnin okkar og vinnustofur

Heimsækið söfnin okkar og vinnustofur Steinabankinn eða Steinasafn Auðuns er með heilmikið safn steinda og austfirsks bergs sem Auðunn sjálfur hefur safnað saman síðustu 30 árin. Free Villi safnið er verslun og vinnustofa sem gaman er að heimsækja, skoða og versla....

read more
Rölt um þorpið

Rölt um þorpið

Gaman er að virða fyrir sér gömul hús þegar gengið er um þorpið unnið hefur verið markvisst að verndun menningarminja og húsa á Djúpavogi um árabil. Nú eru 15 byggingar friðaðar skv. lögum um menningarminjar. Þar ber að nefna Löngubúð sérstaklega en hún er eitt af...

read more
GÖNGULEIÐIR

GÖNGULEIÐIR

Árið 2008 gaf Djúpavogshreppur út veglegt gönguleiðakort með lýsingum á 52 gönguleiðum í hreppnum sem var svo endurbætt árið 2016 með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannstaða sem hluti ef eflingu gönguferðamennsku í Djúpavogshreppi. Kortið má nálgast hér Hér fyrir...

read more
Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með tveimur pottum og upphitaðri barnalaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði.

read more

Náttúran og sagan á Djúpavogi

Sveinsstekksfoss

Sveinsstekksfoss

Sveinsstekksfoss, Fossárfoss eða Nykurhylsfoss Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í Fossá. Fossinn er um 15 metra hár og fellur hann niður um þröngt gljúfur þar sem áin kastast til, skiptist í flúðir og hyli og endar að lokum í Nykurhyl sem er um 9 metra djúpur þar sem...

read more
Stapinn

Stapinn

Stapinn í Stapavík og ströndin sunnan Álftafjarðar er einstök náttúruperla og frábær viðkomustaður.    

read more
Þvottá

Þvottá

Þvottá er svo nefnd því þar er talin hafa farið fram fyrsta skírnin á Íslandi. Ólafur Noregskonungur sendi Þangbrand prest utan til að snúa Íslendingum til kristinnar trúar undir lok 10. aldar. Þangbrandur hafði vetursetu hjá Síðu-Halli, bónda í Álftafirði, og skírði...

read more
Djáknadys

Djáknadys

Djáknadys er toppmynduð grjóthrúga innarlega í Hamarsfirði. Í þjóðsögum er greint frá því að þar sem dysin er nú staðsett hafi presturinn á Hálsi mætt djáknanum á Hamri. Þeim varð sundurorða og endaði með því að þeir börðust og drápu hvor annan. Presturinn var...

read more
Þrándarjökull

Þrándarjökull

Þrándarjökull liggur innan gamla Djúpavogshrepps og prýðir hálendið milli botna Hamarsdals og Geithelladals sem gengur inn úr Álftafirði. Mestur hluti bræðsluvatns frá jöklinum fellur í Geithellaá sem liðast um Geithelladal. Gaman er að ganga að jöklinum upp úr...

read more
Blábjörg in Berufjörður

Blábjörg in Berufjörður

Blábjörg í Berufirði eru friðlýst náttúruvætti. Björgin eru hluti af sambræddu flikrubergi sem hefur verið kallað Berufjarðartúffið og myndaðist í gjóskuflóði frá súru sprengigosi. Áberandi blágrænan lit bergsins má rekja til myndunar klórítsteindar við ummyndun...

read more
GEISLAR GAUTAVÍK – OPIÐ BÝLI

GEISLAR GAUTAVÍK – OPIÐ BÝLI

Explore: Inni- og útiræktun á iðnaðarhampi. Samrækt. Fræðslusetur um iðnaðarhamp og samrækt. Leiðsögn á klukkutíma fresti. GautavíkSímar: 869 7411 / 777 6190www.geislar.isgeislar@geislar.isOpið alla daga 11-16. Hópar geta komið utan þess tíma ef samið um það...

read more

Leiðsögn

Félagsbúið Lindarbrekka

Félagsbúið Lindarbrekka

Félagsbúið Lindarbrekka – hreindýraleiðsögn Sími 869 5233, eidurv@gmail.com. Leiðsögn; jeppaferðir og leiðsögn um Djúpavogssvæðið, fjöll og firnindi Sími 789 1776, lindarbrekkaguesthouse@gmail.com

read more
Adventura – Hlauphólar

Adventura – Hlauphólar

Adventura - Hlauphólum, Hamarsfirði. Skipulagðar og klæðskerasaumaðarferðir og leiðsögn Simi: 863 8380, adventura@adventura.is Meira

read more