Eitt af elstu húsum landsins er Langabúð á Djúpavogi (1790). Þar er kaffi- og veitingasala ásamt því að vera menningarhús staðarins. Einstakt safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara má finna í norðurenda hússins. Í Löngubúð er einnig ráðherrastofa Eysteins Jónssonar þingmanns og ráðherra frá Djúpavogi en hann er enn þann dag í dag yngsti maður til að verða ráðherra í Íslandssögunni. Á efri hæð Löngubúðar má svo finna Byggðasafn Djúpavogs en þar eru varðveittir gamlir munir af svæðinu.
Kaffiveitingar, súpur og léttir réttir í hádeginu á sumrin. Lífrænt ræktað te og kaffi. Bakað á staðnum – eldað frá grunni.
Opið alla daga 10-18 frá 1. júní – 15. september