Velkomin á Djúpavog – þar sem tíminn líður hægar

Staðurinn þar sem hreindýrin þramma um þorpið á veturna og fuglarnir syngja á sumrin. Djúpivogur er vinalegur og vistvænn bær með um og yfir 500
íbúum.
Cittaslow hugmyndafræðin ríkir á Djúpavogi og með því er lögð áhersla á staðbundna framleiðslu, að lifa í núinu og njóta lífsins. Upplifðu litla þorpið okkar, mikilfenglega náttúru þess, menningu og mat.

Sagan

Í Landnámsbók er getið um veru Papa í Papey, fyrir landnám norrænna manna, og vetursetu Ingólfs Arnarsonar og Hjörleifs fóstbróður hans í Álftafirði.
Gautavík við norðanverðan Beru örð er meðal elstu verslunarstaða landsins og segir frá skipakomum þangað bæði í Njálssögu og Fljótsdælasögu. Aðrar ritaðar heimildir greina frá landnámsmanninum Þjóðreki og Þangbrandi kristniboða. Þá hafa fundist rómverskir peningar frá því 300 árum e. Kr. við Bragðavelli, sem benda til þess að rómversk skip hafi náð ströndum Íslands. Yngri heimildir geta til um kaupmenn frá Hamborg sem fengu verslunarleyfi á Djúpavogi 1589, hryllingi Tyrkjaránsins 1627, byggð í sveitum og blómlegri útgerð hákarlaskipa og þilskipa á Djúpavogi.

Náttúran

Landslag og dýralíf á Djúpavogi er mjög ölbreytt og býður upp á ótal möguleika til að njóta útivistar. Þar halda til stórir hópar hreindýra stærstan hluta ársins og ganga um inn í þorpinu, úti við ströndina flatmaga selir á skerjum og staðurinn státar af votlendi iðandi af ölskrúðugu fuglalífi og góðri aðstöðu til fuglaskoðunar. Hvað landslagið snertir þá býður Djúpivogur upp á ótal eyjar, eiði og sker, ölskylduvænar svartar, ljósar og rauðlitar strendur, undurfagra fossa, ótal gönguleiðir um mikilfengleg öll og gróna dali, og jafnvel nokkra jökla.

Cittaslow

Djúpivogur er aðili að alþjóðlegu Cittaslow samtökunum og leggur áherslu á gildin sem þar eru höfð í heiðri, þ. á m. sérkenni svæðisins og menningu þess, mannvænt og uppbyggilegt samfélag og hreint, öruggt og vistvænt umhverfi. Rauði þráðurinn í Cittaslow er: „Staldraðu við og njóttu lífsins, hraði þarf ekki að vera lífstíll“. Líttu eftir merki Cittaslow á ferð þinni um bæinn, appelsínugulum snigli sem ber þorp á skelinni. Söluaðilar á Djúpavogi nota snigilinn sem gæðastimpil. Hann er t.d. loforð seljanda um að vara sé upprunnin í nærumhverfi, hvort sem um er að ræða matvöru, handverk eða annað.