Matur og drykkur

 Í bænum

Langabúð

Kaffi- og veitingasala í einu elsta verslunarhúsi landsins. Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Kaffiveitingar, súpur og léttir réttir í hádeginu. Lífrænt ræktað te og kaffi. Bakað á staðnum – eldað frá grunni.

Opið alla daga 10-18 frá 1. júní – 15. september

 

 

Hótel Framtíð

Njóttu góðs matar með útsýni yfir höfnina í hjarta Djúpavogs.
Veitingastaðinn má finna í upprunalegu hótelbyggingunni, Framtíð. Húsið var byggt veturinn 1905-06 og enduspeglar karakter þorpsins.

Í boði er glænýtt sjávarfang og það ferskasta sem svæðið hefur upp á að bjóða hverju sinni.

Prófaðu skelfisk í hvítvíni, Álftfirkst gæsabringu-carpaccio og aðalrétti á við ofnsteikt lambafillet og grillaðan humar með hvítlaukssmjöri.

Við Voginn

Veitingastaður í hjarta Djúpavogs með útsýni yfir gömlu höfnina og miðbæjarsvæðið. Staðbundin framleiðsla á matseðli ásamt hefðbundnari réttum. Kaffi og kökur, allt búið til á staðnum. Góður og hefðbundinn matur úr ferskum og staðbundnum hráefnum.

 

Í dreifbýli Djúpavogs

Gautavík

Lítil verslun með heita og kalda drykki, ís- og frostpinna, sælgæti og snarl frá íslenskum smáframleiðendum matvæla.
Gautavík
Símar: 869 7411 / 777 6190
geislar@geislar.is

Opið alla daga 11-16. Hópar geta komið utan þess tíma ef samið um það fyrirfram. 

bragðavellir

Bragðavellir barn restaurant

 Njótið rólegrar máltíðar í uppgerðri hlöðu. Fallegt landslag og afslappað umhverfi. Einfaldur matseðill sem býður upp á eitthvað fyrir alla.

Opið á sumrin, í júní, júlí og ágúst.

 

 

 

 

SKRIFSTOFA MÚLAÞINGS DJÚPAVOGI

Bakki 1, 765 Djúpivogur

Sími 470-0700

mulathing@mulathing.is