Þvottá er svo nefnd því þar er talin hafa farið fram fyrsta skírnin á Íslandi. Ólafur Noregskonungur sendi Þangbrand prest utan til að snúa Íslendingum til kristinnar trúar undir lok 10. aldar. Þangbrandur hafði vetursetu hjá Síðu-Halli, bónda í Álftafirði, og skírði allt hans heimilisfólk í Þvottá. Árið 1000 var svo ákveðið á Alþingi að Ísland skyldi kristið.