Búlandsnesið er einstaklega vel fallið til fuglaskoðunar og um það liggja ótal gönguleiðir í gegnum heimkynni fjölmargra fuglategunda. Djúpavogssvæðið hefur lengi verið talið eitt besta svæði á landinu til fuglaskoðunar en þar hefur verið komið fyrir fuglaskoðunarhúsum sem tilvalið er að nýta til ljósmyndunar og skoðunar.