Þrándarjökull liggur innan gamla Djúpavogshrepps og prýðir hálendið milli botna Hamarsdals og Geithelladals sem gengur inn úr Álftafirði. Mestur hluti bræðsluvatns frá jöklinum fellur í Geithellaá sem liðast um Geithelladal. Gaman er að ganga að jöklinum upp úr dalnum.