Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með tveimur pottum og upphitaðri barnalaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði.