Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allhár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga „út á land“ í átt að svörtu söndunum.