Við enda flugbrautarinnar á Djúpavogi eru svörtu sandarnir. Sandarnir eru falin náttúruperla þar sem fuglalífið ræður ríkjum. Svæðið býður upp a ýmsa möguleika á útivist með fjölskyldunni og sérstaklega fyrir fuglaáhugafólk. Þar er frábært að ganga, skokka, hugleiða og stunda jóga svo dæmi séu tekin.