Æðarsteinsviti – fallegur viti sem stendur á Æðarsteinstanga stuttan spöl frá Eggjunum í Gleðivík. Tilvalið er að ganga upp frá Tankinum. Frá Æðarsteinsvita má ganga áfram að fiskihjöllum og álfakirkjunni Rakkabergi.
Hvítisandur – liggur utarlega á Langatanga. Náttúrulegur fallegur skeljasandur ljáir ströndinni ljósan lit.
Sandarnir – að því er virðist endalausar strendur yst á Búlandsnesi. Á veturna frís á vötnum og íbúar nýta tækifærin sem gefast til að renna sér á skautum.
Fuglaskoðunarsvæði – er einstakt á Búlandsnesi þar sem ægir saman votlendi, vötnum og söndum.