Blábjörg í Berufirði eru friðlýst náttúruvætti. Björgin eru hluti af sambræddu flikrubergi sem hefur verið kallað Berufjarðartúffið og myndaðist í gjóskuflóði frá súru sprengigosi. Áberandi blágrænan lit bergsins má rekja til myndunar klórítsteindar við ummyndun bergsins. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á einhvern hátt jarðmyndanir á þessu svæði.