Æðarsteinsviti stendur á æðarsteinstanga. Hann dregur nafn sitt af fallegum kletti sem rís uppúr sjónum fyrir utan tangann og heitir Æðarsteinn. Vitinn er innan við Gleðivík og var byggður 1922. Þægileg ganga (1km) er að Æðarsteinsvita út frá Tankinum á Djúpavogi.