Heimsækið söfnin okkar og vinnustofur

Steinabankinn eða Steinasafn Auðuns er með heilmikið safn steinda og austfirsks bergs sem Auðunn sjálfur hefur safnað saman síðustu 30 árin.

Free Villi safnið er verslun og vinnustofa sem gaman er að heimsækja, skoða og versla.

JFS handverk er vinnstofa og verslun Jóns Friðriks sem hefur um árabil unnið með steina og bein sem hann finnur sjálfur og vinnur úr því handverk sem eru engu lík. Einnig er heimsókn í steinagarðinn hans ferðarinnar virði! Söfnunum í Löngubúð má ekki sleppa en þar má finna einstakt safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Þar er einnig ráðherrastofa Eysteins Jónssonar þingmanns og ráðherra frá Djúpavogi en hann er enn þann dag í dag yngsti maður til að verða ráðherra í Íslandssögunni. Á efri hæð Löngubúðar má svo finna Byggðasafn Djúpavogs en þar eru varðveittir gamlir munir af svæðinu.