Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson, einn fremsta listamann íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins.
Eggin standa á steyptum stöplum sem áður héldu uppi löndunarröri Bræðslunnar sem stendur innst í Gleðivík, meðan hún var starfrækt. Listaverkin endurspeglar tengingu Djúpavogshrepps við náttúruna og áhuga íbúa þess og gesta á því fjölbreytta fuglalífi sem þar fyrirfinnst.
Verkin voru vígð með formlegum hætti við Gleðivík 14. ágúst árið 2009 og eru nú orðin meðal helstu aðdráttarafla bæjarins.
Eftirfarandi egg má finna í listaverki Sigurðar og hér má einnig finna upplýsingar um fuglana sem þau geyma og þeim verpa.