Hálsaskógur er staðsettur í um tveggja km. fjarlægð frá Djúpavogi, beygt til hægri við afleggjarann út á Djúpavog. Í skóginum eru nokkrar þægilegar gönguleiðir sem hæfa flestum og þar er einnig tilvalinn staður til þess að setjast niður og borða nesti í notalegu umhverfi. Hálsaskógur er „Opinn skógur“ í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands.
Að undanförnu hefur veðrið farið illa með jarðveginn og fólk beðið um að ganga varlega um skóginn og svæðin í kring.