Djúpavogskörin má finna rétt fyrir utan Djúpavog í suður. Veitt hefur verið heitu vatni úr borholu í gamalt ostakar sem íbúar komu fyrir á staðnum til að njóta umhverfis og náttúru. Vinsamlegast gangið vel um, ekki skilja neitt eftir og hjálpumst að við að halda svæðinu snyrtilegu. Almenningsklósett eru í boði í Faktorshúsinu inn á Djúpavogi, opin öllum allan ársins hring, allan sólarhringinn. Notum klósettin sem í boði eru en ekki náttúruna í kringum pottinn. Gistingu má einnig finna allt um kring á svæðinu og tjaldstæði er staðsett inni í þorpinu rétt hjá körunum. Ekki er leyfilegt að gista við körin.
Gestir Djúpavogskaranna eru alfarið á eigin ábyrgð.