Teigarhorn

Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum....
Svörtu sandarnir

Svörtu sandarnir

Við enda flugbrautarinnar á Djúpavogi eru svörtu sandarnir. Sandarnir eru falin náttúruperla þar sem fuglalífið ræður ríkjum. Svæðið býður upp a ýmsa möguleika á útivist með fjölskyldunni og sérstaklega fyrir fuglaáhugafólk. Þar er frábært að ganga, skokka, hugleiða...
Eggin í Gleðivík

Eggin í Gleðivík

Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson, einn fremsta listamann íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins.Eggin standa á...
Hálsaskógur

Hálsaskógur

Hálsaskógur er staðsettur í um tveggja km. fjarlægð frá Djúpavogi, beygt til hægri við afleggjarann út á Djúpavog. Í skóginum eru nokkrar þægilegar gönguleiðir sem hæfa flestum og þar er einnig tilvalinn staður til þess að setjast niður og borða nesti í notalegu...
FRELSI og Hans Jónatan

FRELSI og Hans Jónatan

Hans Jónatan (1784–1827) var fæddur í ánauð á St. Croix í Jómfrúreyjum í Karíbahafi. Móðir hans, Emilía Regína, var ambátt ættuð frá Vestur-Afríku; faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda...